Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Sykur

Stækkuð mynd af sykurkristöllum.

Sykur (líka kallað matarsykur eða strásykur) er sætt efni úr súkrósa sem er unninn úr sykurrófum eða sykurreyr og fleiri jurtum til neyslu. Sykur er hvítleit kristölluð tvísykra sem er notuð sem sætuefni í mat og drykki og til geymslu á matvælum. Sykur er til í ýmsum myndum en algengastur er hvítur sykur, flórsykur, púðursykur og hrásykur. Molasykur er sykur sem hefur verið pressaður og mótaður eða sagaður í teninga.

Sykur er oft notaður í ýmiss konar bakstur og margvíslega rétti, ekki síst ábætisrétti, sæta drykki, sælgæti og annað slíkt en einnig til að bragðbæta rétti af ýmsu tagi, enda þykir flestum sætt bragð gott. Raunar er sykur í einhverju formi í mjög mörgum unnum matvælum af öllu tagi. Sykur er orkuríkur, en of mikill sykur þykir ekki hollur, auk þess getur hann valdið tannskemmdum.


Previous Page Next Page






Suikers AF Zucker ALS ስኳር AM Zucre AN Sweġe ANG سكر Arabic ܫܟܪ ARC سكر ARZ চেনি AS Azucre AST

Responsive image

Responsive image