Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Guernsey

Bailiwick of Guernsey
Bailliage de Guernesey
Fáni Guernsey Skjaldarmerki Guernsey
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
God Save the King
Sarnia Cherie
Staðsetning Guernsey
Höfuðborg St. Peter Port
Opinbert tungumál enska, franska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Hertogi Karl 3.
Landstjóri Peter Walker
Fógeti Jonathan Le Tocq
Bresk krúnunýlenda
 • Aðskilið frá Normandí 1204 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
223. sæti
78 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar
206. sæti
67.334[1]
844/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 3,272 millj. dala
 • Á mann 52.531 dalir
VÞL (2008) 0.975 (9. sæti)
Gjaldmiðill sterlingspund
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .gg
Landsnúmer +44

Guernsey er eyja í Ermarsundi og annað tveggja umdæma Ermarsundseyja. Lögsagnarumdæmi fógetans á Guernsey tilheyra, auk Guernsey, eyjarnar Alderney, Sark, Herm, Jethou, Brecqhou, Burhou og fleiri smáeyjar. Alderney og Sark hafa þó sín eigin þing og dómstóla. Bretland hefur umsjón með utanríkismálum og varnarmálum eyjanna, en þær eru þó ekki hluti af breska konungdæminu heldur hertogadæminu Normandí, en hertoginn af Normandí er einn af titlum Bretakonungs. Guernsey hefur því sitt eigið löggjafarþing en Bretland fer með varnir eyjanna. Guernsey er ekki hluti af Evrópusambandinu en hefur sérstök tengsl við það. Þótt Guernsey og Jersey séu saman kallaðar Ermarsundseyjar er stjórnsýsla þessara tveggja umdæma algerlega aðskilin.

Guernsey liggur rétt vestan við Cotentin-skaga í Frakklandi og norðan við frönsku eyjuna Saint-Malo. Íbúar Guernsey eru um 65.000 talsins og þar af búa um 16.500 í höfuðstaðnum, St. Peter Port. Efnahagslíf eyjarinnar byggist á fjármálaþjónustu, iðnaði, ferðaþjónustu og landbúnaði. Menning Guernsey er bresk menning undir normönnskum áhrifum, en enska er almennt töluð þar og sterlingspund er notað sem gjaldmiðill. Til er sérstök frönsk mállýska guernésiais, sem var áður almennt töluð á Guernsey.

  1. „Guernsey - The World Factbook“. www.cia.gov. 14. nóvember 2022.

Previous Page Next Page






Guernsey ACE Guernsey AF ገርንዚ AM Guernési AN Guernsey ANG गुएनर्से ANP غيرنزي Arabic جيرنزى ARZ Guérnesei AST Gernsi AZ

Responsive image

Responsive image