Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Flauta (skip)

Hollenskar flautur um 1647.

Flauta (úr hollensku: fluyt, borið fram „flæt“) var seglskip sem kom fram á Hollandi á 17. öld og var hannað sem flutningaskip með hlutfallslega mikið lestarrými. Flautum var ætlað að flytja farm á langferðum til Vestur- og Austur-Indía með lágmarksáhöfn. Flautur voru þannig með minna af fallbyssum til að auka geymslupláss og voru með bómur og blakkir til að flytja farminn til. Þessi skipstegund var mikið notuð af Hollenska Austur-Indíafélaginu á 17. og 18. öld.

Hönnun flautunnar byggðist á galíoninu og þversniðið var perulaga. Lestin var við vatnsborðið en efra þilfarið mjótt, meðal annars til að minnka Eyrarsundstollinn sem var reiknaður eftir flatarmáli efra þilfarsins. Flautur voru oft búnar fallbyssum, bæði til að verjast sjóræningjum og eins voru þær notaðar sem varaskip í hernaði.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page






Флейт Bulgarian Filibot Catalan Flauta Czech Флейт CV Fleute German Ιστιοφόρο Φλούιτ Greek Fluyt English Filibote Spanish Flöitti Finnish Flûte (bateau) French

Responsive image

Responsive image