Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Falklandseyjar

Falklandseyjar
The Falkland Islands
Fáni Falklandseyja Skjaldarmerki Falklandseyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Desire the right (enska)
Þráðu hið rétta)
Þjóðsöngur:
God Save the King
Staðsetning Falklandseyja
Höfuðborg Stanley
Opinbert tungumál Enska
Stjórnarfar Ríkisstjórn undir landsstjóra

Konungur Karl 3.
Landstjóri Alison Blake
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

12.200 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar

3.398
0,28/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 • Samtals 0,2285 millj. dala
 • Á mann 96.962 dalir
VÞL (2010) 0.874 (20. sæti)
Gjaldmiðill Falklandspund (FKP - bundið við Sterlingspund)
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .fk
Landsnúmer +500

Falklandseyjar (enska: Falkland Islands; spænska: Islas Malvinas) eru lítill eyjaklasi á Patagóníugrunni í Suður-Atlantshafi, um 480 km til suðausturs frá strönd Argentínu í Suður-Ameríku, og um 1.210 km norðan við Suðurskautslandið á 52. breiddargráðu suður. Eyjaklasinn er um 12.000 km2 að stærð og nær yfir Vestur-Falkland, Austur-Falkland og 776 minni eyjar. Falklandseyjar eru undir stjórn Bretlands og hafa heimastjórn í eigin málum, en breska ríkisstjórnin fer með utanríkis- og varnarmál.

Hvernig fundur og síðan landnám eyjanna fór fram er umdeilt. Þar hafa verið á ýmsum tímum franskar, breskar, spænskar og argentínskar nýlendur. Bretland staðfesti yfirráð sín yfir eyjunum 1833 en Argentína hefur einnig gert tilkall til þeirra. Tilraun Argentínu til að leggja eyjarnar undir sig með innrás árið 1982 hratt af stað Falklandseyjastríðinu milli þjóðanna þar sem Argentína beið ósigur. Nær allir íbúar eyjanna vilja að þær heyri áfram undir breska stjórn. Staða þeirra er efni deilu milli Bretlands og Argentínu.

Íbúar eyjanna voru um 3.400 talsins árið 2016 og eru aðallega innfæddir Falklandseyingar af breskum uppruna. Íbúum fór fækkandi þar til aðflutningur frá Sankti Helenu og Chile sneri þeirri þróun við. Aðaltungumál eyjanna er enska. Íbúar eyjanna eru breskir ríkisborgarar.

Loftslag á eyjunum er á mörkum úthafsloftslags og kaldtempraðs loftslags. Báðar aðaleyjarnar eru með fjallgarða sem ná yfir 700 metra. Þar eru stórir stofnar sjófugla þótt margar tegundir verpi þar ekki lengur vegna ágangs innfluttra dýra eins og refa, rotta og katta. Helstu undirstöður efnahagslífs eyjanna eru fiskveiðar, ferðaþjónusta og sauðfjárrækt með áherslu á hágæðaull. Olíuleit með leyfi stjórnar Falklandseyja er umdeild vegna landhelgisdeilna við Argentínu.


Previous Page Next Page